Upplýsingabanki eldra fólksins
Velkomin í Upplýsingabanka eldra fólksins
Margir þurfa að leita sér upplýsinga um þjónustu og aðstoð við eldra fólk og á það ekki hvað síst við um aðstandendur þeirra sem eru farnir að eldast og eiga orðið erfitt með að sjá um sig sjálfir. Hvað er til ráða og hvert á að leita?
Upplýsingabanka eldra fólksins er ætlað að greiða leið að helstu upplýsingum sem snerta daglegt líf og réttindamál eldra fólks. Upplýsingum, sem finna má á vefsíðum stofnana og fyrirtækja víðs vegar, en hagræði er af, að hafa á einum stað. Þetta er þróunarverkefni og bankinn er alls ekki tæmandi.
Upplýsingabankanum er skipt í nokkra málaflokka, ss. heilbrigðisþjónustu, lífeyrissjóði og félagsstarf og þeir flokkar greinast í undirflokka eftir atvikum. Undir flokknum „heilbrigðisþjónusta“ má þannig finna upplýsingar um heilsugæslustöðvar, bæði á landsbyggð og höfuðborgarsvæði, sjúkrahús og mál sem tengjast sjúkratryggingum.