erfðamál

 

Dánarbú

Við andlát þarf samkvæmt lögum að skipta dánarbúi. Dánarbú er lögaðili sem tekur við fjárhagslegum skyldum og réttindum sem tengd eru persónu hins látna.

Innan fjögurra mánaða frá andláti ber erfingum að hlutast til um skipti dánarbús. Skiptin geta falist í einhverju af eftirtöldu:

  • Því er lýst yfir fyrir sýslumanni að dánarbúið sé eignalaust eða að eignir dugi einungis fyrir kostnaði við útför. Þetta er að jafnaði gert við tilkynningu andláts eða í kjölfar hennar.
  • Eftirlifandi maki hins látna fær leyfi til setu í óskiptu búi.
  • Erfingjar skipta búi einkaskiptum
  • Fram fara opinber skipti á búinu.

Við lok skipta ber að skila erfðafjárskýrslu og greiða erfðafjárskatt af eigum eða verðmætum dánarbús samkvæmt reglum sem um það gilda.

Ef erfingjar sinna ekki skyldu sinni um skiptingu bús, á sýslumaður samkvæmt lögum að hvetja þá til að hefjast handa. Sýslumaður getur krafist opinberra skipta á dánarbúinu.

Erfingjar mega ekki gera neinar ráðstafanir um hagsmuni dánarbúsins nema þeir hafi áður fengið leyfi sýslumanns til einkaskipta. Maki sem hefur leyfi til setu í óskiptu búi ræður þó einn yfir búinu.

Andlát og dánarbú – af vef sýslumanna

 

Framtalsskylda dánarbús hvílir á erfingjum.

Framtalsskylda dánarbúa – af vef Tollstjóra

 

Erfðaréttur, erfðaskrá, skipti dánarbús

Erfðaréttur byggist á frændsemi, ættleiðingu, hjúskap, og erfðaskrá hins látna, hafi hann á annað borð gengið frá slíku skjali.

Skylduerfingjar eru maki og niðjar hins látna og erfir maki 1/3 hluta eigna þegar börn eru á lífi, en 2/3 hluta erfa börnin að jöfnu. Ef maka er ekki til að dreifa, skiptist arfurinn milli barna eða annarra niðja. Þessi er meginreglan hafi hinn látni ekki gert ráðstafanir með erfðaskrá.

Þeir sem eiga maka, börn eða aðra niðja á lífi geta þó einungis ráðstafað þriðjungi hluta eigna sinna með erfðaskrá. Tveir þriðju skulu ganga til skylduerfingja.

Eigi maður ekki skylduerfingja, það er maka eða niðja á lífi, getur sá hinn sami ráðstafað öllum eignum sínum með erfðaskrá.

Lögerfingjar (aðrir en en skylduerfingjar) erfa hinn látna ef skylduerfingjum er ekki til að dreifa og engin erfðaskrá hefur verið gerð. Þeir lögerfingjar eru foreldrar hins látna og systkin, og sé þeim ekki til að dreifa, gengur arfurinn til föðurforeldra og móðurforeldra hins látna og barna þeirra.

Eignir hins látna renna til ríkissjóðs ef engir erfingjar eru til staðar.

Erfðalög

Ítarlegri upplýsingar um erfðamál má finna á vefnum island.is

 

Nokkrar lögmannsstofur sem sinna erfðamálum og skiptum

Lögmenn Lækjargötu

VestNord lögmenn  og danarbuskipti.is

Borgarlögmenn

Erfðaskrá.is

Megin lögmannsstofa

Fortis lögmannsstofa

Lögmannsstofa Akureyrar

Katla lögmenn

 

 

 
Fara á lifdununa.is

Leiðarvísir

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is