Heimaþjónusta

Félagsleg heimaþjónusta

Aldraðir í heimahúsum eiga rétt á heimaþjónustu geti þeir ekki hjálparlaust annast heimilishald og persónulega umhirðu. Sveitarfélög veita þessa þjónustu á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga en setja sjálf nánari reglur um framkvæmdina. Sótt er um félagslega heimaþjónustu hjá félagsmálafulltrúum / fulltrúum öldrunarmála hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig. Hjá Reykjavíkurborg í þjónustumiðstöð hverfisins þar sem viðkomandi býr. Tvö einkafyrirtæki í Reykajvík veita einnig heimilisaðstoð og heimahjúkrun.

Misjafnt er eftir sveitarfélögum hvers konar heimaþjónusta er veitt, en hún getur verið margskonar s.s.:

  • almenn heimilishjálp,
  • félagsráðgjöf,
  • heimsending matar,
  • heimsókn og samvera svo sem gönguferðir, lestur dagblaða og fleira,
  • yfirseta í veikindum,
  • garðvinna og snjómokstur,
  • persónuleg umhirða sem ekki er í verkahring heimahjúkrunar
  • akstur

Gjald fyrir heimaþjónustu fer eftir gjaldskrá hvers sveitarfélags. Þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyrisgreiðslur almannatrygginga fá heimaþjónustu sér að kostnaðarlausu. Á vef Velferðarráðuneytisins er að finna upplýsingar um félagslega heimaþjónustu hvers sveitarfélags. Þær má nálgast hér.

Heimahjúkrun

Heimahjúkrun er ætlað að gera þeim sem þjónustunnar njóta kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Heilsugæslustöðvar annast alla jafna heimahjúkrun, þó ekki í heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins þar sem heimahjúkrun er veitt af Heimaþjónustu Reykjavíkur, sem heyrir undir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þar hefur félagsleg heimaþjónusta verið sameinuð heimahjúkrun. Á Akureyri og á Höfn í Hornafirði heyrir heimahjúkrun einnig undir sveitarfélagið. Ekkert gjald er tekið fyrir heimahjúkrun.

Upplýsingar um heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni má finna hér.

Heimaþjónusta Reykjavíkur
upplýsingar um heimahjúkrun
Akureyri
upplýsingar um heimahjúkrun

Höfn í Hornafirði
upplýsingar um heimahjúkrun

Sinnum
Ármúla 7, 108 Reykjavík
s. 519-1400/770-2221, netfang sinnum@sinnum.is
Skrifstofan er opin frá 8:00-16:00 alla virka daga.
Neyðarsími alla daga vikunnar, 770-2221 frá kl. 7:00 – 22:00.
Sinnum býður fjölþætta velferðarþjónustu við þá, sem vegna aldurs, fötlunar, heilsubrests eða annarra persónulegra aðstæðna þurfa á  þjónustu og aðstoð að halda við að búa heima.
Sóltún heima
Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði
s.563-1400, netfang soltunheima@soltunheima.is
Opið á skrifstofu frá kl. 9:00 – 16:00.
Sóltún heima býður uppá fjölbreytt úrval heimaþjónustu og heimahjúkrunar sem gerir líf einstaklinga og aðstandenda þeirra aðeins auðveldara.  Það veitir einni fræðslu og ráðgjöf. Þjónustan er sérsniðin fyrir þá sem eru 60 ára og eldri.

 Hvíldar-/endurhæfingarinnlögn

Víða á hjúkrunarheimilum og heilbrigðisstofnunum er boðið upp á hvíldar- eða endurhæfingarinnlagnir fyrir aldraða. Slík innlögn getur hentað þeim sem hafa lagst inn á spítala og þurfa tímabundna umönnun og endurhæfingu áður en þeir geta farið heim. Eins er þessu úrræði ætlað að styðja við sjálfstæða búsetu aldraðra þegar tímabundin hvíld og endurhæfing getur haft jákvæð áhrif á getu til að búa heima, samhliða því að vera stuðningur við aðstandendur sem oft gegna mikilvægu hlutverki í stuðningsneti viðkomandi. Í hverju heilbrigðisumdæmi starfar sérstök færni- og heilsufarsnefnd sem metur þörf fólks fyrir tímabundna hvíldarinnlögn. Umsókn um hvíldar-eða endurhæfingarinnlögn.
Fara á lifdununa.is

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is