Íbúðir fyrir eftirlaunafólk

Þjónustuíbúðir eru ætlaðar rosknu fólki og öldruðum sem geta búið sjálfstætt. Samkvæmt lögum skal vera öryggiskerfi í íbúðunum og völ á fjölbreyttri þjónustu til að létta undir með íbúum.

Á vegum sveitarfélaga

Upplýsingar um framboð þjónustuíbúða, kostnað, hvernig á að sækja um slíkt húsnæði og viðeigandi eyðublöð, er að fá hjá velferðar-/ félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags.

Yfirlit yfir sveitarfélög landsins, en tenglar á vefsíður flestra þeirra eru neðst á þessari síðu.

Þjónustuíbúðir eiga samkvæmt lögum að uppfylla vissar kröfur um aðbúnað og þjónustu. Þar á að vera öryggiskerfi, aðgangur að félagsstarfi og möguleiki á fæði, þvotti og þrifum.

Íbúar í þjónustuíbúðum greiða sjálfir fyrir þá þjónustu sem þeir kjósa í samræmi við gjaldskrá.

Íbúar í þjónustuíbúðum eiga sama rétt og aðrir á heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu.

Þjónustuíbúðir

Markmið með rekstri þjónustuíbúða er að mæta þörfum íbúa sem þar búa, stuðla að sjálfstæði þeirra svo sem hvað varðar fjármál og heimilishald og stuðla að sem mestri sjálfsbjargargetu hvers og eins. Þeim er ætlað að vera íbúum hentugur bústaður þar sem þeir geta haldið eigið heimili sem lengst við ákjósanlegar aðstæður. Með því móti er leitast við að fresta eða koma í veg fyrir stofnanadvöl.

Þjónustuíbúðir eru úrræði í þeim tilvikum þegar tilboð heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimahús fullnægja ekki þjónustuþörf lengur og/eða þegar einstaklingur kýs að búa ekki lengur á heimili sínu.

Íbúar í Reykjavík leigja þjónustuíbúðina af Félagsbústöðum, geta sótt félagsstarf í húsinu og verið í fullu fæði kjósi þeir það.  Veitt er heimaþjónusta inn í íbúðir eftir þörfum og óskum hvers og eins.

Fyrir hverja eru þjónustuíbúðir í Reykjavík?

Þeir sem eru 67 ára og eldri og hafa átt lögheimili í Reykjavík í að minnsta kosti þrjú ár geta sótt um þjónustuíbúð á vegum borgarinnar.

Sækja þarf um þjónustuíbúð í þjónustumiðstöð í hverfi umsækjanda.

Lindargata 57 – 66, þjónustuíbúðir
Nánari upplýsingar um þjónustuna eru veittar í síma 411 9450.
Seljahlíð, þjónustuíbúðir
Nánari upplýsingar um þjónustuna eru veittar í síma 540 2400.
Dalbraut 21 – 27, þjónustuíbúðir
Nánari upplýsingar um þjónustuna eru veittar í síma 411 2500.
Norðurbrún 1, þjónustuíbúðir
Nánari upplýsingar um þjónustuna eru veittar í gegnum síma 411 2760.
Langahlíð 3, þjónustuíbúðir
Verkefnisstjóri er yfirmaður allrar starfsemi í húsinu. Sími hans er 411 2550.
Furugerði 1, þjónustuíbúðir
Nánari upplýsingar um  þjónustuna eru veittar í síma 411 2740.

Sótt er um þjónustuna á útprentuðu umsóknareyðublaði.

Á vegum einkaaðila

Aðrar íbúðir fyrir eldri borgara bjóðast víða á frjálsum markaði. Oft eru þær byggðar í námunda við öldrunarstofnanir eða þjónustumiðstöðvar eldri borgara í viðkomandi sveitarfélagi.

Aðstaða í þessum íbúðum og þjónusta sem stendur íbúum til boða getur verið mismunandi. Því er ráðlegt fyrir væntanlega kaupendur og íbúa að kynna sér vel aðstæður.

Þjónustuíbúðir og aðrar íbúðir fyrir aldraða eru ýmist sjálfseignar-, leigu- eða búseturéttaríbúðir.

Sjá nánar á þjónustuíbúðir á island.is

Á vegum félagasamtaka

Samtök aldraðra
Síðumúla 29, 108 Reykjavík
s. 552-6410, netfang: samtokaldradra@heimsnet.isSamtök aldraðra eru byggingarfélag, sem byggja íbúðir fyrir þá eldri borgara sem eru í Samtökunum og hafa gert það síðan 1973. Íbúðir sem hafa verið byggðar á höfuðborgarsvæðinu á vegum samtakanna eru milli 400 og 500. Þeim fylgja ákveðnar kvaðir um aðild að samtökunum og einnig um endursölu íbúðanna. Um 60  íbúðir voru nýlega afhentar „Kennaraskólareitnum“ við Bólstaðarhlíð.
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík.
s. 588 – 2111, netfang feb@feb.is
Opið á skrifstofu frá 10:00 – 16:00.Félagið hefur byggt yfir 400 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Nýjasta bygging félagsins með 68 íbúðum er í Mjódd í Reykjavík. Íbúðirnar eru fyrir þá sem eru í félaginu, en félagsmenn í FEB eru nú um 11.000. Íbúðunum fylgja ákveðnar kvaðir.
Byggingarfélag eldri borgara í Garðabæ
Upplýsingar gefur Ingunn Guðmundsdóttir í síma 898 5043 netfang ingunn@armuli.is.
Félagið stóð fyrir byggingu raðhúsa við Unnargrund.
Athugið að félagið tengist ekki Félagi eldri borgara í Garðabæ.
Búseti
Síðumúla 10, 108 Reykjavík
s. 556 1000 netfang: buseti@buseti.is
Skrifstofan er opin kl. 10:00 – 16:00.Búseti er húsnæðissamvinnufélag sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða og er í eigu félagsmanna hverju sinni. Félagsaðild er öllum heimil óháð aldri og búsetu. Menn kaupa sér búseturétt í íbúðunum og geiða svo mánaðarlega leigu, sem felur í sér öll gjöld og viðhald á íbúðunum.
Búseti byggir um þessar mundir íbúðir á Smiðjuholti, Keilugranda og Skógarvegi.

Tenglar á vefsíður íslensku sveitarfélaganna
Fara á lifdununa.is

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is