Efnisyfirlit
Það gildir almennt í heilbrigðiskerfinu að stefnt er að því að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður fólks sem hefur þörf fyrir læknisþjónustu. Heilsugæslu á landsbyggðinni er sinnt af heilbrigðisstofnunum viðkomandi svæðis. Á þessari síðu er að finna upplýsingar um heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. Ef fólk á landsbyggðinni þarf á læknisþjónustu að halda eftir lokun heilsugæslustöðva á það að hringja í síma 1700 til að fá ráðleggingar um hvað gert skuli. Neyðarsími vegna bráðra veikinda er 112.
Athugið að þessi síða hefur ekki verið uppfærð frá því breytingar urðu á gjaldskrám um síðustu áramót.
Komugjald á heilsugæslustöð
Gjaldið er ákveðið með reglugerð frá Velferðarráðuneytinu. Samkvæmt skilgreiningu Sjúkratrygging eru aldraðir, einstaklingar 67 ára og eldri og sjómenn 60 ára og eldri sem hafa stundað sjómennsku í 25 ár eða lengur.
Koma á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, kl. 8:00 – 16:00,
- Almennt gjald 500 kr.
- Aldraðir og öryrkjar greiða ekkert gjald.
Koma á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma,
- Almennt gjald 3.100 kr.
- Aldraðir og öryrkjar greiða ekkert gjald.
Vitjanir lækna
Á dagvinnutíma
- Almennt gjald 3.400 kr.
- Aldraðir og öryrkjar greiða ekkert gjald.
Utan dagvinnutíma
- Almennt gjald 4.500 kr.
- Aldraðir og öryrkjar greiða ekkert gjald.
Hér má sjá gjaldskrána í heild.
Þak er á greiðslum sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónustu. Aldraðir og öryrkjar greiða minna en aðrir notendur og að hámarki rúmar 53.194 krónur á ári og aldrei meira en 18.775 í sama mánuði. Þetta er reiknað úr eftir ákveðnu afsláttarkerfi. Fyrir almenna notendur er hámarkið 28.162 krónur í sama mánuði.
Heilbrigðisþjónusta sem fellur undir kerfið er þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sjálfstætt starfandi lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og talmeinafræðinga samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Undir kerfið heyra líka rannsóknir, geisla- og myndgreiningar og meðferð húðsjúkdóma sem er veitt af öðrum en læknum. Heimild: tilkynning velferðarráðuneytisins 2.maí 2017