Heilbrigðisþjónusta – höfuðborgarsvæðið

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins starfrækir fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

Fjórar stöðvar að auki eru einkareknar. Sjúklingar greiða sama gjald fyrir læknisþjónustu á heilsugæslustöð hvort heldur hún er í opinberum rekstri eða einkarekin.

ATHUGA að þessi síða hefur ekki verið uppfærð en breytingar urðu um síðustu áramót.

Komugjald

Gjald fyrir komu á heilsugæslu er ákveðið með reglugerð frá Velferðarráðuneytinu. Aldraðir eru sjúkratryggðir einstaklingar 67 ára og eldri og sjómenn 60 ára og eldri sem hafa stundað sjómennsku í 25 ár eða lengur.

Koma á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, kl. 8:00 – 16:00,

  • Almennt gjald 500 kr.
  • Aldraðir og öryrkjar greiða ekkert gjald.

Koma á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma og á laugardögum og helgidögum.

  • Almennt gjald 3.100 kr.
  • Aldraðir og öryrkjar greiða ekkert gjald.

Vitjanir lækna

Á dagvinnutíma

  • Almennt gjald 3.400 kr.
  • Aldraðir og öryrkjar greiða ekkert gjald

Utan dagvinnutíma

  • Almennt gjald 4.500 kr.
  • Aldraðir og öryrkjar greiða ekkert gjald

Gjaldskrána í heild má sjá hér.

Greiðsluþak

Þak er á greiðslum sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónustu. Aldraðir og öryrkjar greiða minna en aðrir notendur. Þeir greiða að hámarki 53.194 krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu og aldrei meira en 18.775 krónur í sama mánuði. Fyrir almenna notendur er hámarksupphæðin á mánuði 28.162 krónur.

Heilbrigðisþjónusta sem fellur undir kerfið er þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sjálfstætt starfandi lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og talmeinafræðinga samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Undir kerfið heyra líka rannsóknir, geisla- og myndgreiningar og meðferð húðsjúkdóma sem er veitt af öðrum en læknum.

Yfirlit

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um allar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, aðrar heilbrigðisstofnanir og apótek. Smellið á eftirfarandi:

Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu

Einkareknar stöðvar

Aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu

Apótek
Fara á lifdununa.is

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is