Aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu

Krabbameinsfélag Íslands.

Krabbameinsfélag Íslands.
Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík
s. 540-1900
Krabbameinsfélags Íslands var stofnað árið 1952, til að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni við krabbamein. Starfsemin snýst um að  fækka nýjum tilfellum krabbameins, fækka dauðsföllum af völdum sjúkdómsins og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með sjúkdóminn.  Leitarstöð félagsins og ráðgjafarþjónustan gegna þar lykilhlutverki.

Breytt fyrirkomulag krabbameinsleitar hjá konum

Breytingar urðu á fyrirkomulagi skimana árið 2021 í samræmi við ákvörðun heilbrigðisráðherra frá árinu 2019.

Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er nú hjá hjá heilsugæslunni og skimun fyrir krabbameini í brjóstum hjá Landsspítala, í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Brjóstamyndatakan fer fram á Brjóstamiðstöð, Eiríksgötu 5 í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi. Áður sá Krabbameinsfélag Íslands um þessar skimanir.

Skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi er forvörn sem býðst einkennalausum konum.

Konum á aldrinum 70 til 74 ára er boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini á þriggja ára fresti. Konur sem eru orðnar 65 ára fá ekki boð í skimun  fyrir leghálskrabbameini.

Konur, 23 til 64 ára um land allt geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini með símtali við þá heilsugæslustöð sem hentar þeim best. Þær sem hafa fengið boðsbréf í skimun og búa á höfuðborgarsvæðinu geta bókað sig á Mínum síðum á heilsuvera.is

Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini.

Tímapantanir eru í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is.

Upplýsingar um fyrirkomulag skimananna, tímapantanir og fleira má fá á vefnum hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana eða með því að hringja í síma 513-6700

Ráðgjafarþjónustan  Krabbameinsfélagsins stendur fyrir umfangsmikilli fræðslu og stuðningi við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Hún er opin alla virka daga frá kl. 9:00 – 16:00.
Ráðgjafastöðin er í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð og þangað er hægt að koma án þess að panta tíma.  Einnig er hægt að hafa samband við starfsmenn Ráðgjafaþjónustunnar í síma 800-4040 eða með því að senda póst á netfangið radgjof@krabb.is

Þjónusta við fólk með heilabilun

Alzheimersamtökin

Lífsgæðasetrið, Suðurgata 41, 220 Hafnarfjörður. s. 533 1088

Samtökin vinna að hagsmunamálum fólks með heilabilunarsjúkdóma með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. Á heimsíðu samtakanna er að finna greinargóðar upplýsingar meðal annars um það hvert á að leita, ef grunur vaknar um heilabilun hjá nánum aðstandanda.  Samtökin leggja áherslu á að heilabilunarsjúkdómar eru ekki hluti af eðlilegri öldrun. Smelltu hér til að skoða heimasíðu Alzheimersamtakanna.

Öldrunarlækningadeild C á Landakoti

Þessi deild L-4 er á fjórðu hæð á Landakoti og er eina sjúkrahúsdeildin á landinu fyrir fólk með heilabilun. Hún er sérhæfð meðferðar og endurhæfingardeild opin 7 daga vikunnar árið um kring.

Dagþjálfun fyrir heilabilað fólk

Á höfuðborgarsvæðinu eru tíu sérhæfðar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun, sex í Reykjavík, tvær í Kópavogi, ein í Garðabæ og ein í Hafnarfirði. Auk þess er sérhæfð dagþjálfun á Selfossi og minni einingar í Reykjanesbæ og á Akureyri. Allar þessar einingar eru reknar með sama markmiði, að gera einstaklingum með heilabilun kleift að búa sem lengst heima og viðhalda sjálfsbjargargetu eftir föngum.

Maríuhús

Blesugróf 27, 108 Reykjavík s. 534 7100

Fríðuhús

Austurbrún 31, 104 Reykjavík s. 533 1084

Hlíðabær

Flókagötu 53, 105 Reykjavík s. 562 1722

Dagþjálfun Vitatorgi

Lindargötu 59, 101 Reykjavík s. 411 9466

Borgarsel dagdeild á Eir

Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík s.522 5738

Dagþjálfur á Hrafnistu í Reykjavík

Brúnavegi 13, 104 Reykjavík s. 585 9501

Roðasalir dagþjálfun

Roðasalir 1, 201 Kópavogi s. 441 9623

Sunnuhlíð dagdvöl

Kópavogsbraut 1c, 200 Kópavogi s. 560 4176

Dagdvöl Ísafold (Hrafnista)

Strikinu 3, 210 Garðabæ s. 535 2250

Drafnarhús

Strandgötu 75, 220 Hafnarfirði s. 534 1080/534 1081

Vinaminni dagdvöl í Árborg

Valholti 38, 800 Selfossi s. 482 1290

Selið dagdvöl í Reykjanes

Vallarbraut 4, 260 Reykjanesbæ s. 421 6272

Það sem er sérstakt við biðlista eftir dagþjálfun er að fæstir þeirra sem á honum eru hafa óskað eftir því sjálfir heldur er það til komið vegna mats fagfólks og/eða óska ættingja. Það getur því komið upp viðkvæm staða þegar sjúklingi er boðið að koma í dagþjálfun og stundum hafnar hann því alveg.

Reynslan sýnir að mikilvægt er að fólk komi hvorki of snemma né of seint í dagþjálfun. Ekki er þörf á dagþjálfun fyrir einstakling sem enn er virkur og vel sjálfbjarga með að stunda sín áhugamál. Ef dagþjálfum hefst hins vegar seint í sjúkdómsferlinu eru líkur á að erfitt sé orðið að ná til persónunnar bak við sjúkdóminn. Það torveldar einstaklingsmiðaða þjónustu og rýrir þar með gagnsemi hennar.

Þótt fullnægjandi vísindarannsóknir vanti má fullyrða að þessi þjónusta er mikilvæg fyrir sjúklinga, aðstandendur þeirra og samfélagið. Meðaltími í dagþjálfun er um eitt og hálft ár og á hverjum tíma eru 10-20% af þeim sem þar eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými. Það er afar líklegt að flestir þeirra væru inniliggjandi á sjúkrahúsi í bið eftir hjúkrunarrými ef þessi þjónusta væri ekki í boði.

Hjartavernd

Hjartavernd
Landssamtökin Hjartavernd voru stofnuð árið 1964. Þau hafa í meira en 40 ár staðið fyrir hóprannsókn til að finna helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi og sinna auk þess margvíslegri fræðslu og ráðgjöf. Á vefsíðu Hjartaverndar má finna áhættureiknivél þar sem hægt er að reikna út líkur á því að menn fái kransæðasjúkdóma á næstu 10 árum. Sjá hér.
Hjartavernd er í Holtasmára 1, 201 Kópavogi.
Síminn er 535-1800.
Opnunartími Hjartaverndar er frá 8:00 – 16:00 alla virka daga.
Tímapantanir í áhættumat fara fram á opnunartíma í síma 535-1800 og á netinu. www.hjarta.is

Heilsustofnun NLFÍ  í Hveragerði

Heilsustofnun NLFÍ  í Hveragerði

Grænumörk 8, 810 Hveragerði

s. 483-0300, netfang: heilsa@heilsustofnun.is

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði býður uppá læknisfræðilega endurhæfingu, eftir aðgerðir og ýmsa sjúkdóma, en einnig heilsudvöl fyrir alla. Starfsemin byggir á hugmyndum Jónasar Kristjánssonar læknis um náttúrulækningar.

Þeir sem koma í endurhæfingu vegna sjúkdóma eða hafa verið í aðgerðum á sjúkrahúsum, koma á stofnunina með tilvísun frá lækni og greiðir ríkið þá hluta af dvölinni. Þeir sem koma í heilsudvöl, greiða hins vegar allan kostnað við hana sjálfir.
Fara á lifdununa.is

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is