Sjúkrahús

Sjúkrahús á Íslandi skiptast í eftirfarandi flokka eftir tegund og þjónustu:

Umdæmissjúkrahús. Sjúkrahús sem ein sér eða í samvinnu við önnur veita almenna sjúkrahúsþjónustu bæði á göngu- og dagdeildum. Oftast eru þar einnig hjúkrunarrými. Þar er veitt fæðingarhjálp ef sérþekking á henni er fyrir hendi og önnur þjónusta sem samið hefur verið um.

Sérhæfð sjúkrahús. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri veita sérhæfða sjúkrahúsþjónustu.

Athugið að þessi síða hefur ekki verið uppfærð frá því gjalskrárbreytingar urðu um áramótin 22/23

Kveðið er á um hlut sjúklinga í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu í reglugerð sem tók gildi í upphafi árs 2022. Þar segir að ekkert gjald sé tekið fyrir legu á sjúkrahúsum sem ríkið rekur eða sem eru rekin samkvæmt samningum við ríkið.

Fyrir komu og endurkomu á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa greiða sjúkratryggðir hins vegar sem hér segir:

  1. Sjúkratryggðir almennt  7.229 kr.
  2. Aldraðir og öryrkjar  4.748 kr.

Fyrir komu og endurkomu á göngudeild sjúkrahúsa vegna þjónustu annarra en lækna skulu sjúkra­tryggðir greiða sem hér segir:

  1. Sjúkratryggðir almennt  3.992 kr.
  2. Aldraðir og öryrkjar  2.589 kr.

Fyrir sjúkrabíl þegar þörf er á, greiða aldraðir og öryrkjar 7.553 kr.

Landspítali – háskólasjúkrahús

Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Hann veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, meðal annars á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. Innan sjúkrahússins er margs konar sérþjónusta við aldraða. Miðstöð almennra öldrunarlækninga er á Landakoti en bráðaöldrunarlækningadeild er í Fossvogi.  Neyðarsími fyrir læknaþjónustu er 112 og einnig er hægt að leita á bráðamóttökuna í Fossvogi ef alvarleg veikindi bera að höndum.

Landspítali – háskólasjúkrahús Hringbraut
101 Reykjavík
Aðalnúmer: 543 1000
Bráðamóttakan í Fossvogi er opin allan sólarhringinn allan ársins hring. Þangað getur fólk leitað vegna bráðra veikinda eða slysa sem ekki geta beðið úrlausnar í heilsugæslu eða á læknavakt. Bráðamóttaka Hjartagáttarinnar er einnig í Fossvogi.
s. 543 2000
Bráðamóttaka geðsviðs
fyrstu hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut
Sími 543 4050
Opið virka daga kl. 12:00–19:00 og kl. 13:00-17:00 um helgar og alla helgidaga.
Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttöku í Fossvogi.
Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma.

Öldrunarlækningadeildir LSH á Landakoti og bráðadeild fyrir aldraða

Smellið hér

Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri Eyrarlandsvegi
Sími skiptiborðs: 463 0100
Slysa- og bráðamóttaka s. 463 0800, opið allan sólarhringinn
Vaktlæknir s. 1700. Heimilislæknar sinna bráðveikum og brýnum erindum kl. 17-21 virka daga og kl. 10-12 og 14-16 á frídögum. Vaktlæknar gætu þurft að fara frá auglýstri móttöku til að sinna vitjunum.

Umdæmissjúkrahús

Smellið hér

Einkareknar sjúkrastofnanir

Smellið hér
Fara á lifdununa.is

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is