Einkareknar sjúkrastofnanir

Klíníkin Ármúla

Klíníkin er heilsumiðstöð  í Reykjavík með læknamóttöku, skurðstofur, legudeild og sjúkraþjálfun. Auk læknisþjónustu er boðið þar upp á læknisaðgerðir, svo sem bæklunaraðgerðir, lýtaaðgerðir og brjóstaaðgerðir. Þar er einnig starfrækt sérstök brjóstamiðstöð.  Klíníkin er að 85% í eigu rúmlega 20 sérfræðilækna. Sjá nánari upplýsingar á www.klinikin.is

Allar dagaðgerðir bæklunarskurðlækninga hjá Klíníkinni falla undir gildandi samning sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands.  Fyrir stærri aðgerðir sem útheimta 1-2 daga legu á sjúkradeild greiða sjúklingarnir hins vegar alveg úr eigin vasa.  Þannig kostar 1.200.000 krónur að láta skipta um hnélið og sama verð gildir ef skipt er um mjaðmalið.

Klíníkin er opin alla virka daga kl. 8:00 – 16:00. Lokað um helgar.

Tímapantanir eru teknar í síma 519-7000 alla virka daga kl. 9:00-12:00  og 13:00-16:00, eða í gegnum heimasíðu Heilsuveru. www.heilsuvera.is

Domus Medica

Í Domus Medica má finna hátt í 80 sérfræðinga sem sinna lækningum á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Í húsinu eru læknastofur, skurðstofur, blóðrannsókn og röntgen. Meðal sérfræðinganna eru barnalæknar, kvensjúkdómalæknar, húðsjúkdómalæknar og geðlæknar.

Domus Medica er á Egilsgötu 3,101 Reykjavík. Stöðin er opin alla virka daga frá 9:00 – 17:00 og á þeim tíma er tekið er á móti tímapöntunum í síma 563-1000.

Barnalæknar í Domus Medica bjóða upp á kvöld og helgarþjónustu. Tímapantanir eru frá kl. 12:30 á virkum dögum, en um helgar frá 10:30 í síma 563-1010

Læknasetrið í Mjódd

Læknasetrið í Mjódd í Reykjavík var stofnað árið 1986 og er félag lækna um samvinnu við rekstur læknastofa. Þar starfa 55 sérfræðingar í lyflækningum og öllum undirgreinum lyflækninga. Sem dæmi, starfa þar krabbameinslæknar, hjartalæknar, gigtarlæknar og nýrnalæknar. Þar er einnig rannsóknarstofa og meltingarsetur, þar sem meðal annars er boðið uppá ristilspeglanir.

Læknasetrið er í Þönglabakka 1 og 6, í Mjódd Breiðholti.  Þar er opið mánudag til fimmtudags kl. 8:00-17:00, en á föstudögum frá 8:00 – 16:00. Læknasetrið er lokað um helgar.

Tímapantanir fara fram í síma 535-7700 alla virka daga kl.8:00-16:00 eða í tölvupósti á netfangið setrid@setrid.is

Gjald er tekið fyrir tíma sem menn mæta ekki í  og hafa ekki afbókað með dagsfyrirvara, annað hvort í síma 535-7700 eða með pósti á setrid@setrid.is

Læknastöðin Glæsibæ

Læknastöðin er miðstöð læknisþjónustu af ýmsu tagi og þar hafa um 50 læknar aðstöðu. Lögð er áhersla á góða þjónustu við barnafjölskyldur og að hægt sé að leita til sem flestra sérfræðinga á einum og sama staðnum. Þar er meðal annars Miðstöð meltingarlækna, en þar starfa 9 sérfræðingar í meltingalækningum.

Tímapantanir fara fram í síma 535-6800 alla virka daga frá kl. 8:00-16:00.

Stöðin er opin frá 8:00-18:00 alla virka daga, nema föstudaga. Á föstudögum er opnunartíminn frá 8:00 – 16:00

Skjólstæðingum Læknastöðvarinnar býðst að hringja hvenær sem er á opnunartíma stöðvarinnar og leggja inn skilaboð til læknisins sem hringir svo til baka.

Augnaðgerðir á einkastofum

Sjónlagsaðgerðir til að laga nærsýni, fjarsýni eða sjónskekkju, njóta mikilla vinsælda á Vesturlöndum og er í dag ein algengasta augnaðgerð sem gerð er.

Sjónlag Glæsibæ

Hjá Sjónlagi fara fram laser augnaðgerðir og augasteinaskipti. 8 augnlæknar starfa hjá stöðinni, 3 sóntækjafræðingar og 5 hjúkrunarfræðingar ásamt öðrum starfsmönnum sem veita almenna ráðgjöf.

Álfheimum 74, 104 Reykjavík.

s. 557-1001. Opið klukkan 8:30 – 16:00 alla virka daga.

Augljós laseraugnlækningar

Þessi stöð býður uppá laser lækningar. Starfsmenn eru 6, þar af einn augnlæknir Jóhannes Kári Kristjánsson en hann hefur framkvæmt yfir 10.000 laseraðgerðir.

Heimilisfang: Nýi Glæsibær 2. Hæð. Álfheimar 74, 104 Reykjavík.

Tímapantanir í s. 414-7000. Opið kl. 8:30-16:00 alla virka daga. Einnig er að panta tíma á vefsíðu fyrirtækisins.

 

Heyrnarmælingar og heyrnartæki

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.

Heyrnar- og talmeinastöðin var stofnuð árið 1979 með lögum frá Alþingi og er opinber stofnun. Þar er boðið uppá alhliða þjónustu, svo sem heyrnarmælingar, heyrnartæki, aðstoð vegna talmeina og margt fleira. Heyrnar og talmeinastöðin er í Reykjavík, en útibú frá henni er á Akureyri, í húsnæði heilsugæslunnar þar.

Heimilisfang í Reykajvík:  Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík.

s. 581-3835. Tímapantanir alla virka daga frá 8:30 – 15:00.

Heimilisfang á Akureyri: Hafnarstræti 99, 600 Akureyri.

Opið miðvikudaga og fimmtudaga frá 9:45-17:00.    Tímapantanir kl. 8:30 – 15:00 alla virka daga í síma 581-3855 (takið fram að um bókun á Akureyri sé um að ræða).

Tímapantanir hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni fara einnig fram á vefsíðunni www.hti.is 

Heyrnartækni

Heyrnartækni er fyrsta einkarekna heyrnartækjastöðin á Íslandi og hóf stafsemi í júní 2001. Með tilkomu Heyrnartækni styttist biðtími eftir heyrnartækjum úr 15-18 mánuðum niður í 1-14 daga. Heyrnartækni veitir reglulega þjónustu á 19 stöðum fyrir utan Reykjavík.

Heimilisfang: Glæsibær, Álfheimum 74, 104 Reykjavík.

Tímapantanir eru í síma 568-6880, og einnig á vefsíðu fyrirtækisins www.heyrnartaekni.is

Heyrn ehf Kópavogi

Hjá Heyrn er veitt  alhliða þjónusta til að bæta úr heyrnarskerðingu, með háþróuðum heyrnartækjum.  Menntaður heyrnarfræðingur mælir heyrn og greinir niðurstöður.

Heyrn er til húsa í Hlíðarsmára 11, 201 Kópavogi.  Þar er opið alla virka daga klukkan 9:00-16:30. Tímapantanir fara fram í  s.534-9600, eða á netfanginu heyrn@heyrn.is

 

 

 
Fara á lifdununa.is

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is