Efnisyfirlit
Mikið hefur á síðustu misserum verið fjallað um rannsóknir Janusar Guðlaugssonar, lektors við Menntavísindasvið HÍ, um áhrif fjölþættrar þjálfunar á heilsu eldra fólks. Má segja að töluverð vakning hafi orðið í tengslum við rannsóknirnar, sem sýna fram á að markviss þjálfun með áherslu á þol- og styrktarþjálfun bætir heilsu eldra fólks og eykur hreyfigetu umtalsvert. Þannig getur þessi aldurshópur notið lífsins lengur en ella og búið lengur heima. Sjá grein Lifðu núna um þessar rannsóknir hér.
Varla þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi hreyfingar til bættrar heilsu. Það gildir um alla aldurshópa, og þá ekki síður hina eldri en þá yngri. Eins og fram kemur á vef Landlæknis hægir regluleg hreyfing á áhrifum og einkennum öldrunar, veitir andlegan og líkamlegan styrkt til að takast á við dagleg verkefni og hjálpar fólki að viðhalda getunni til að vera sjálfbjarga í daglegu lífi.
Ráðleggingar
Meginráðleggingin er að eldra fólk stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Heildartímanum má skipta í nokkur styttri tímabil yfir daginn, t.d. 10-15 mínútur í senn. Til viðbótar er æskilegt að roskið fólk stundi erfiða hreyfingu að minnsta kosti tvisvar í viku, 20-30 mínútur í senn, því það viðheldur og bætir enn frekar þol, vöðvastyrk, liðleika, jafnvægi og beinheilsu. Þetta kemur fram í bæklingi Landlæknisembættisins, Ráðleggingar um hreyfingu.
Auk þess sem hægt er að ástunda reglubundna hreyfingu með gönguferðum, sundi, hjólaferðum, og hugsanlega hlaupum fyrir þá sprækari, bjóða margar heilsuræktarstöðvar upp á námskeið sem sérstaklega eru ætluð fólki eldra en 60 ára. Sumar þeirra veita eldri borgurum einnig afslátt.
Sveitarfélög
Á vegum sveitarfélaganna er sömuleiðis sums staðar boðið upp á leikfimi og aðra hreyfingu fyrir eldri borgara.
Í Reykjavík fer slíkt starf fram á vegum félagsmiðstöðvanna, sem sumar bjóða upp á hreyfingu. Í nokkrum sundlaugum borgarinnar er sömuleiðis boðið upp á ókeypis vatnsleikfimi að morgni dags fyrir 67 ára og eldri.
Dæmi um félagsstarf eldri borgara í ýmsum sveitarfélögum. Sum þeirra bjóða uppá hreyfingu:
- Reykjavík
- Kópavogur
- Garðabær
- Hafnarfjörður
- Mosfellsbær
- Akranes
- Borgarbyggð
- Ísafjarðarbær
- Blönduósbær
- Skagafjörður
- Akureyri
- Fjarðabyggð
Yfirlit yfir sveitarfélög landsins og tenglar á vefsíður þeirra.
Þjálfun fyrir eldri borgara
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur einnig boðið félagsmönnum upp á leikfimi og þjálfun með ýmsu sniði, svo sem Zumba og Qigong. Sjá hér.
Mörg önnur félög eldri borgara á landinu skipuleggja hreyfingu fyrir sína félagsmenn, svo sem vatnsleikfimi, stólaleikfimi, gönguferðir og fleira.Heilsuræktarstöðvar
Hér er listi yfir nokkrar heilsuræktarstöðvar sem bjóða upp á þjálfun fyrir 60 ára og eldri:
- JSB líkamsrækt Lágmúla 9, Reykjavík
- Hreyfing Glæsibæ, Álfheimum 74, Reykjavík
- Gym heilsa Kópavogi, Hafnarfirði, Álftanesi, Vogum, Grindavík, Hellu
- Átak / World Class a Akureyri.
- Bjarg líkamsrækt Bugðusíðu 1, Akureyri