Eftirlaunakerfið á Íslandi er byggt upp á þremur stoðum, almannatryggingum, lífeyrissjóðum og séreignasparnaði. Flestir fá eftirlaunagreiðslur bæði frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum. Þeir sem eru orðnir eldri borgarar eiga svo rétt á ýmsum greiðslum og styrkjum frá hinu opinbera til viðbótar við þau eftirlaun sem þeir fá.