Búseta

Það er almenn stefna í landinu að eldra fólk eigi að búa heima hjá sér, eins lengi og mögulegt er. Til að gera mönnum þetta kleift er boðið uppá margs konar þjónustu og einnig heimahjúkrun fyrir þá sem eru orðnir veikburða. Einnig er boðið uppá ýmiss konar húsnæði fyrir aldraða. Sveitarfélög, félagasamtök og einkaaðilar bjóða íbúðir fyrir eldri borgara, oft í grennd við hjúkrunarheimili eða þjónustumiðstöðvar fyrir eldra fólk. Þegar að því kemur að fólk á orðið erfitt með að sjá um sig sjálft og jafnvel félagslega einangrað, stendur til boða dagdvöl, hægt er að sækja um hvíldarinnlagnir á stofnanir og síðan pláss á hjúkrunarheimili, sé það talið nauðsynlegt.




Fara á lifdununa.is

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is