Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila

Dvöl lífeyrisþega á stofnun getur haft áhrif á greiðslur frá TR. Þá getur verið mismunandi eftir því hvort um er að ræða varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili eða dvöl á sjúkrastofnun eins og til dæmis sjúkrahúsi. Mikilvægt er að láta Tryggingastofnun vita ef viðkomandi útskrifast af sjúkrahúsi, dvalar- eða hjúkrunarheimili, svo lífeyrisgreiðslur geti hafist að nýju.

Ef lífeyrisþegi hefur þurft að dveljast á sjúkrahúsi í samtals 6 mánuði á undanförnum 12 mánuðum, þar af samfellt í heilan mánuð í lok tímabilsins, falla greiðslur lífeyris frá Tryggingastofnun niður.

Lífeyrisþegi með engar eða lágar tekjur getur þá í staðinn átt rétt á ráðstöfunarfé sem er 83.533 kr. á mánuði.

Maki þess sem hættir að fá greiddan lífeyri getur sótt um heimilisuppbót, sé hann sjálfur lífeyrisþegi og búi einn.

Þáttaka í dvalarkostnaði.

Þegar fólk sem fær ellilífeyri frá TR flytur á dvalar- eða hjúkrunarheimili fellur lífeyririnn niður, frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir flutning. Þá þarf það að fara að taka þátt í kostnaði við dvölina. Þegar lífeyrisgreiðslur falla niður vegna sjúkrahúsvistar getur viðkomandi einnig þurft að taka þátt í dvalarkostnaði á þeirri sjúkrastofnun sem hann/hún dvelur á. Aðeins þeir sem eru 67 ára og eldri taka þátt í dvalarkostnaði á sjúkrastofnun. Þátttakan er tekjutengd og er reiknuð út á grundvelli tekjuáætlunar.

Á árinu 2022 gildir að ef mánaðartekjur eru yfir 107.165 kr. á mánuði, eftir skatta, skal viðkomandi taka þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru.

Þátttaka í dvalarkostnaði hefst á sama tíma og lífeyrisgreiðslur falla niður og getur hæst orðið 454.542 kr. á mánuði.  Hámarkið er greitt ef mánaðartekjur eftir skatt ná 582.616 kr. á mánuði. Viðkomandi sjúkrastofnun innheimtir dvalargjaldið.

Sjá nánar hér.




Fara á lifdununa.is

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is