Öldrunarlækningar og bráðaöldrunardeild

Bráðaöldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi er legudeild þar sem meginviðfangsefnið er greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum. Flestir sjúklingar koma frá öðrum bráðadeildum spítalans eða öldrunardeildum á Landakoti. Heimsóknartími er frjáls en þægilegasti tíminn er kl. 15:00-20:00.  Síminn er 543 1000, 543 9400.

Öldrunarlækningadeild A, K1 á Landakoti er 20 rúma deild sem skiptist í meðferðar- og endurhæfingardeild annars vegar og lungnadeild hins vegar. Markmiðið er að auka hæfni fólks til að takast á við athafnir dagslegs lífs og/eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þess. Sími 543 1000, 543 9915 og 543  9863.

Öldrunarlækningadeild B, K2 á Landakoti er 20 rúma meðferðar- og endurhæfingardeild. Á deildina koma aldraðir sem þurfa innlögn úr heimahúsi vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps, félagslegs vanda eða frá bráðadeildum Landspítala. Heimsóknartími er frjáls en þægilegasti tíminn er kl. 15:00-20:00. Sími 543 1000, 543 9815.

Öldrunarlækningadeild C, L4 á Landakoti er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingadeild fyrir heilabilað fólk, opin sjö daga vikunnar. Meginmarkmiðið er að auka lífsgæði með því að skapa öryggi og veita umhyggju í rólegu umhverfi þar sem þjónusta við sjúklinga og fjölskyldur þeirra, byggir á þekkingu og framþróun. Meðferðin miðar að því að auka hæfni einstaklings til að takast á við breyttar aðstæður og viðhalda vitrænni og líkamlegri færni.  Heimsóknartími er frjáls en þægilegasti tíminn er kl. 15:00-20:00.  Sími: 543 1000, 543 9886.

Útskriftardeild aldraðra, L2 á Landakoti. Áhersla á endurhæfingu fyrir aldraða sem útskrifast heim til sín á tveimur til fjórum vikum eftir innlögn. Markmið endurhæfingar er að einstaklingar nái bættri hreyfigetu og geti sjálfstætt leyst af hendi sem flestar athafnir daglegs lífs. 543 9450

Dag- og göngudeild öldrunarlækninga á Landakoti.  Á deildinni fer fram greining, meðferð eftirlit og endurhæfing hjá einstaklingum 67 ára og eldri sem glíma við langvarandi heilsubrest og versnandi færni. Unnið er í teymisvinnu fagstétta og komið að hverju máli eftir því sem við á.  Auk þess er sjúklingum og aðstandendum þeirra veitt ráðgjöf og upplýsingar. Það þarf tilvísun læknis til að komast í viðeigandi meðferðarúrræði á dag og göngudeild. Sími: 543 1000, 543 9900.

Öldrunardeild H á Vífilsstöðum. Á deildinni dvelja sjúklingar sem hafa lokið meðferð á Landspítala og eru með gilt færni- og heilsumat en bíða flutnings á hjúkrunarheimili. Sími: 543 1000, 543 9278 (3. hæð), 543 9274 (2. hæð), 543 9278 (1. hæð).

Nánar um öldrunarþjónustu á Landspítala

 




Fara á lifdununa.is

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is