Umdæmissjúkrahús

Umdæmissjúkrahús skulu veita almenna sjúkrahúsþjónustu, meðal annars á göngu- og dagdeildum eftir því sem við á. Í tengslum við þau skulu vera hjúkrunarrými og fæðingarhjálp að uppfylltum faglegum kröfum og önnur heilbrigðisþjónusta sem sjúkrahúsinu er falið að veita eða samið hefur verið um. Á heilbrigðisstofnunum sem veita bæði almenna sjúkrahúsþjónustu og heilsugæsluþjónustu skal starfsemi samtvinnuð og starfsmenn ráðnir til að sinna báðum þáttum eftir því sem við á.

Vesturland

Sjúkrahúsið á Akranesi er deildaskipt sjúkrahús með vaktþjónustu allan sólarhringinn. Starfsemi sjúkrahússins skiptist í meginatriðum í legudeildir, dag- og göngudeildir og stoð- og þjónustudeildir.

Sjúkrahúsið á Akranesi
Merkigerði 9, Akranesi
s. 432 1000
-símaafgreiðsla er opin kl. 07:45-18:00 virka daga
-slysadeild er opin kl. 08:00-16:00 virka daga
-bráðaþjónusta allan sólarrhinginn s. 1700

Að auki er sjúkrahúsþjónusta í Stykkishólmi, Hólmavík og á Hvammstanga

Vestfirðir

Sjúkrahúsið þjónar íbúum Vestfjarða og veitir íbúum fjórðungsins, gestum, ferðafólki og sjófarendum á Vestfjarðamiðum alla bráðaþjónustu sem og aðra sjúkrahúsþjónustu sem unnt er að veita með tilliti til mannafla, aðstöðu og annarra faglegra þátta.

Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði
Torfnesi, Ísafirði
s. 450 4500
-slysadeild opin allan sólarhringinn
-vaktsími læknis: s. 1700

Norðurland

Sjúkrahúsþjónusta á vegum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands:


Sjúkrahúsið á Blönduósi
Flúðabakka 2, Blönduósi
s. 455 4100

Sjúkradeildin er 34 rúma blönduð deild sem sinnir fjölbreyttri þjónustu. Deildin er staðsett á 3. hæð hússins. Sjúkradeildin sinnir lyflæknisþjónustu, öldurnarþjónustu, endurhæfingu, líknandi þjónustu og fleira.

-beinn sími á sjúkradeild er:  455 4140
-vaktsími: 1700

Sjúkrahúsið Sauðárkróki
Sauðárhæðum, Sauðárkróki
s. 455 4000
-vaktsími: 1700

-á  Sauðárkróki er auk heilsugæslu rekin sjúkradeild  ásamt hjúkrunardeildum og dvalardeild.

Sjúkrahúsþjónusta Fjallabyggðar
Hvanneyrarbraut 37, Siglufirði
s. 460 2100
-vaktsími: 1700

Hjúkrunar-, bráða- og sjúkrasvið  á Siglufirðir og Ólafsfirði eru rekin saman sem ein deild.  Hluti starfsemi göngudeildar er einning rekin á sjúkrasviði.  Beinn sími sjúkrasviðs:  460 2174

Sjúkradeild Húsavík
Auðbrekku 4, Húsavík
s. 464 0500
-vaktsími: 1700

Á sjúkradeild HSN Húsavík er aðstaða er til að taka á móti bráðveiku fólki jafnt sem öldruðum og langveikum. Á deildinni eru 8 sjúkrarými og á HSN Húsavík eru alls 23 hjúkrunarrými, u.þ.b. 5 á sjúkradeild og 18 á Skógarbrekku.

-beinn sími á sjúkradeild er  464 0560 og er hægt að ná í hjúkrunarfræðing í þessu númeri allan sólarhringinn.

Austurland

Umdæmissjúkrahús Austurlands / FSN
Mýrargötu 20,Neskaupstað
s. skiptiborðs: 470 1450 milli kl. 8 og 16
-eftir lokun skiptiborðs:  s. 470 1453

Beint samband við deildir:

Sjúkradeild: 470 1453, netfang vakt; nes@hsa.is.
Sjúklingasími sjúkradeild; 470 1463
Hjúkrunardeild; 470 1460, netfang; vakt2@hsa.is
Endurhæfingardeild; 470 1470, netfang; endurh_nes@hsa.is.

Suðurland

Heilbrigðisstofnun Suðurlands rekur sjúkrahúsþjónustu á tveimur stöðum.

Sjúkrahúsið Selfossi
við Árveg, Selfossi
s. 432 2000
-vaktsími: 1700

Bráða- og slysamóttaka
Bráðamóttaka er starfrækt á HSU með sólarhringsvakt læknis og hjúkrunarfræðings.

Sjúkrasvið
 Á Selfossi eru  65 sjúkrarúm sem skiptast þannig:
Fæðinga- og kvensjúkdómadeild 7 rúm
Lyflækningadeild 18 rúm
Ljósheimar 20 rúm
Fossheimar 20 rúm, þar af eru 8 rúm fyrir heilabilaða

Sjúkrasvið Vestmannaeyjum
Sólhlíð 10, Vestmannaeyjum
s. 432 2500
-vaktsími: 1700

Sjúkradeildin er 22 rúma blönduð deild, þar af eru 7 hjúkrunarrými. Deildin sinnir fjölbreyttri þjónustu og er staðsett á 2. hæð hússins.  Sjúkradeildin sinnir hand- og lyflæknisþjónustu, bráðamóttöku, öldrunarþjónustu, endurhæfingu, líknandi þjónustu og þjónustu við nýbura og sængurkonur.  Á dagdeild sjúkradeildar er einnig lyfjablöndun og lyfjagjöf  fyrir krabbameinssjúka.

Beinn sími á sjúkradeild er : 432 2600

Suðurnes

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja rekur sjúkrahúsþjónustu í Reykjanesbæ (Keflavík).

Sjúkrahúsið
Skólavegi 6, Reykjanesbæ
s. 422 0500

Slysa- og bráðamóttaka

Slysa- og bráðamóttaka HSS tekur á móti öllum sjúklingum sem eru slasaðir og einnig þeim sem eru veikir og treysta sér ekki til að bíða eftir næsta lausa tíma eftir lækni.

Það eru ávallt tveir hjúkrunarfræðingar á vakt á mill 8 og 23.30 sem taka á móti öllum sjúklingum, meta ástand þeirra, framkvæma ýmsar rannsóknir og kalla til viðeigandi lækni eftir þörfum. Á hverjum tíma er einn heilsugæslulæknir á vakt.  Eftir kl. 16 tekur vaktlæknaþjónustan við, en opið er allan sólarhringinn fyrir bráð veikindi og slys.

Legudeild

Legudeildin er staðsett á 2.hæð í D-álmu og AB álmu. Þar eru 31 rúm fyrir sjúklinga með vandamál á sviði hand-, lyf- og öldrunarlækninga.  Flestir leggjast  inn vegna bráðra veikinda. Einnig leggjast inn einstaklingar til endurhæfingar eftir skurðaðgerðir eða veikindi, sárameðferðar, vegna næringarvandamála, öldrunarvandamála, til líknandi meðferðar og einnig  koma einstaklingar í hvíldar- og endurhæfingarinnlagnir.

Hlutverk deildarinnar er að sinna almennri og bráðri sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa svæðisins, þar sem lögð er áhersla á að veita bestu mögulega þjónustu.

 




Fara á lifdununa.is

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is