Ellilífeyrir almannatrygginga

Tryggingastofnun ríkisins

Miklar umræður hafa staðið meðal eldra fólks undanfarin ár um lífeyriskerfið og þá sérstaklega samspil lífeyrissjóðanna og almannatrygginga, en það er byggt á tekjutengingum. Eftir því sem tekjur fólks til dæmis úr lífeyrissjóðum hækka, minnka lífeyrisgreiðslurnar sem það fær frá Tryggingastofnun ríkisins og falla jafnvel niður. Þetta eru hinar svokölluðu „skerðingar“ í kerfinu. Hér verður  fjallað um lífeyrisgreiðslur almannatrygginga, en íslenska lífeyriskerfið hvílir á þremur stoðum.

  1. Almnnatryggingar
  2. Lífeyrissjóðum
  3. Séreignarsparnaði eða viðbótarlífeyrssparnaði.

Almannatryggingarnar eiga samkvæmt lögum að tryggja að allir Íslendingar 67 ára og eldri  fái eftirlaun. Það flækir hins vegar málið svolítið að lífeyriskerfið íslenska er það nýtt, að það er ekki fullþroska. Enn er á vinnumarkaði fólk sem á ekki  fullan lífeyrisrétt, en framtíðarsýnin er að allir vinnandi menn í landinu muni borga í lífeyrissjóði frá upphafi  til loka starfsferils síns og öðlast þannig full réttindi í lífeyriskerfinu.

Að fara á eftirlaun og sækja um ellilífeyri

Að fá ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins

Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila.




Fara á lifdununa.is

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is